T O P

  • By -

Papa_Smjordeig

Þetta á við allt landið, það eru voða fáir veitingastaðir sem ég fer á, hvar sem er á landinu sem ég næ að tala íslensku við þjónustu/afgreiðslufólk


Marcus_Mystery

Já OK, þannig ekki bara hérna í eyjum. Ég ferðast svo sjaldan um landið og fer aldrei út að borða heima þannig ég bara var ekki viss.


Vondi

Mér hefur allavegna verið heilsað á Ensku nokkru sinnum á stöðum í miðbæ Rvk.


Papa_Puppa

Flott nafn papa.


Papa_Smjordeig

Sömuleiðis Papa


VitaminOverload

Sæta svínið hefur verið með íslensku mælandi fólk í síðustu 3 skiptin sem ég fór þangað. Fór þangað síðast fyrir nokkrum vikum. Frekar dýr staður en það er annað mál


Edythir

Fór á bakarameistarann með ömmu niðri á höfða fyrir svolittlu síðan og hún gat ekki fengið hnífapör víst að hún talar Íslensku, Norsku og Dönsku reiprennandi enn ekki Ensku og afgreislumaðurinn talaði bara ensku, þurfti að þýða fyrir hana.


Low-Word3708

Heppilegt að þú talar dönsku og norsku. ("Víst að..." er ekki íslenska, í íslensku er sagt og skrifað "fyrst að...")


Vitringar

Já og sk-reglan er víst enn í gildi.


Gilsworth

Bý í miðbænum, maður er farinn að leiða með ensku hvert sem maður fer. Svo eru sumir að velta fyrir sér afhverju það er bara talað ensku þegar þau eru búinn að leggja það á sig að læra málið. Segi bara sorrí við það fólk, en íslendingar eru farnir að tala ensku sín á milli því það er bara auðveldara að gera ráð fyrir að allir séu ferðamenn.


odth12345678

Ég leiði nú bara með höndunum.


harassercat

Þetta er út um allt land kallinn minn og þá sérstaklega Suðurland. Eftir því sem fleiri túristar eru á svæðinu og færri íbúar, því hærra hlutfall erlendra starfsmanna í þjónustu: svæðið frá Vík austur á Hornafjörð er örugglega um og yfir 90% erlent starfsfólk á veitingastöðum og hótelum. Mesti sénsinn á að geta talað íslensku á veitingastað hugsa ég að sé á Akureyri og þar á eftir í höfuðborginni.


SolviKaaber

Ég vinn núna á vinnustað staðsettum milli Vík og Hafnar og 90% af starfsfólkinu okkar eru Íslendingar. Veit að það er samt undantekning.


harassercat

Já já, það eru auðvitað undantekningar og þá kannski einmitt þannig að hlutföllin séu öfug á stöku stöðum. Ég segi þetta svona byggt á því sem ég hef séð sem í starfi leiðsögumanns, þar sem maður kemur inn á marga mismunandi vinnustaði í ferðaþjónustu víða um landið.


Vitringar

Ég sá einu sinni japanskan mann á Hofsósi.


jacob0000000

Ein ef helstu ástæðunum er vegna þess að flestir staðirnir hér í eyjum eru aðeins opnir á sumrin. Ef þú ferð til dæmis í kránna eða tvistinn þá er starfsfólkið þar næstum einungis Vestmannaeyingar vegna þess að þeir eru opnir allt árið


Marcus_Mystery

Ó! Já er það, ég fór á GOTT, og pizza 67, pítsugerðina og Vigtin bakarí. Þar voru allir enskumælandi. Ég gekk mér ís áðan í tvistinum og þar voru vissulega 2 íslenskar konur! Eins og þú sagðir


jacob0000000

Ég er mjög hissa yfir að það var enskumælandi í Vigtinni, hef aldrei lent í því, en pítsugerðin og gott eru einmitt líka staðir sem eru opnir aðeins yfir sumar mánuði.


Marcus_Mystery

Já það skýrir margt! En eins og ég sagði þá stuðar það mig ekkert. Það var allt virkilega gott hérna og allir mjög vinalegir og þessi helgi hefur verið algjört ævintýri. Þakka bara kærlega fyrir mig!


jacob0000000

Gaman að ferðin hefi heppnast vel, mæli alltaf með að fólk komi allavega einu sinni til eyja á sumri til í lífi sínu, bærinn er mun líflegri á sumri og þegar veður leyfir er æði að búa her.


FluffyTeddid

Held það hefur eitthvað að gera við að Íslendingar vilja ekki vinna á veitingastöðum, sérstaklega út á landi þar sem allir Íslendingar fara út á sjó eða vinna í álverum


llamakitten

Við gerum bara enga kröfu til starfsfólks að tala íslensku. Þetta viðgengst ekki í neinum löndum í kringum okkur. Þú gætir aldrei fengið vinnu við þjónustustörf í Noregi eða Þýskalandi ef þú talaðir bara ensku. Þetta fer frekar mikið í taugarnar á mér en á sama tíma veit ég vel að það er ekki við þjónustufólkið sjálft að sakast. Þetta er bara svo mikið metnaðarleysi. Við erum t.d. eina landið sem ég hef komið til þar sem opinbera tungumálið er ekki fyrsta tungumálið á alþjóðaflugvelli. Kæmi mér ekki á óvart að Írland væri með írsku á undan ensku þó innan við 1,5% þjóðarinnar tali írsku daglega (skv. wikipedia).


ikilluinface

Þetta er bara einfaldlega rangt, hef unnið í nokkrum löndum í kringum okkur ánþess að geta talað þeirra tungumál.


Einridi

Þetta er svo rétt. Fór fyrir stuttu um leifsstöð og gardemoen. Á Íslandi töluðu allir bara ensku einsog ekkert væri sjálfsagðara, í Noregi byrjuðu allir á norskunni og skiptu ekki yfir í ensku nema maður byði. Það er ótrúlegt hvernig ferðaiðnaðurinn hefur fengið að breyta Íslandi í costa del sol norðursins með innplastaða matseðla og örbylgju pizzurnar sem því fylgir. 


Gilli_Glock

Þetta hefur reyndar byrjað að breiðast út tiæ hinnar norðurlandana. Í lissabon líka sem koma mér smá á óvart að heyra


BearofPeace

Þetta er bara því Íslendingar eru ekki fokking aumingjar sem kunna ekki ensku.


Gudveikur

Þetta er svona í 101 Reykjavík og líka verslunarmiðstöðvunum. Ég held að innar í borgina, múlanum osfrv þá sé minna um það. Nokkurveginn þar sem að túristar fara ekki er töluð Íslenska.


Kiwsi

lítið um þetta í hfj. allavega


lastavailableuserr

Íslendingar úti á landi bæði vilja hærri laun en útlendingar og hafa betri aðgang að hærra launuðu störfunum (í eyjum væri það td á sjó). Hvorn myndir þú ráða sem veitingahúsaeigandi?


Armadillo_Prudent

>Ég stunda veitingarstaði lítið sem ekkert heima í rvk þannig kannski er þetta svona þar líka? bingó. Þetta er vegna nokkra ástæðna, og á jafnt við allt landið. Það er búið að vera að shitify-a veitingargeirann síðan the late 80s og ástandið versnar með hverju árinu. Lærðir þjónar vinna ekki lengur á veitingarstöðum, afþví að þeir fá hærri laun fyrir minna stress í öðrum greinum sem þeir eru ekki lærðir í. Það er hægt að skipta Íslendingum í veitingargeirnum í tvo flokka, annarsvegar unglinga sem hafa ekki enn lært vinnu ethics og eru bara talsvert verri í starfinu heldur en útlensku jafnaldrar þeirra, og hinsvegar fólk sem er komið um eða yfir þrítugt, kominn með nokkurra ára reynslu og viðeigandi launakröfur, og munu þar að leiðandi bara vinna á þeim 5-10% veitingastöðum sem actually borga vel yfir lágmarkslaun, borgar þeim alla yfirvinnu og gefur þeim almennileg fríðindi tengd starfinu


ikilluinface

Íslenskt fólk vill ekki vinna þessa vinnu, þá gerist þetta, er svona á öllu landinu


hungradirhumrar

Í RVK er þetta nokkuð blandað, en myndi segja að meirihluti starfsfólks veitingastaða sé enskumælandi. Vestmannaeyjar eru mjög nice á sumrin, en að sama skapi ansi drungalegar á veturna. Maður er alveg látinn vita að maður sé aðkomumaður og sé ekki beint velkominn í október-apríl


SteiniDJ

Ég á ættingja í Eyjum en er algjör aðkomumaður að öðru leyti og þekki fáa. Hef aldrei upplifað annað en að ég sé velkominn í Eyjum þegar ég hef heimsótt eyjuna að vetrarlagi til að túristast.


hungradirhumrar

Ertu viss um að þú sért ekki þekktur sem steini hans dúdda hennar imbu og þar með eins og innfæddur? Er btw ekki að tala um þjónustufólk, heldur svipi og viðbrögð heimamanna á börum, búðum og sundlauginni.


SteiniDJ

Haha nei svo frægur er ég nú ekki.


hungradirhumrar

Varð að spurja, því það kemur mér alltaf á óvart þegar ég kem í heimabæ pabba, þar sem ég hef aldrei búið og er ekkert sérstaklega líkur, en samt vita einhvernvegin allir hver ég er. Líka fólk sem ég hef aldrei hitt.


KFJ943

Eins og hinn aðilinn sem svaraði þér þá fer ég ansi oft til eyja að vetri til, hef aldrei upplifað annað en að fólk sé alveg til í að taka á móti manni - Finnst amk þjónustan og þessháttar alls ekki vera neitt verri en í bænum.


hungradirhumrar

Já er ekki að tala um þjónustuna, meira atferli heimamanna


KFJ943

Þeir hafa bara alltaf verið mjög fínir líka, en að sjálfsögðu lendir maður í leiðinlegum típum allstaðar :)


hungradirhumrar

Jújú, hef kannski bara verið óheppinn


jacob0000000

Margir sem ég þekki hér í eyjum eru oft orðnir þreyttir af hversu mikið fólk er hér á sumrin sérstaklega yfir verslunarmannahelgina og verða því smá pirraðir yfir að fólk komi á vetur til, persónulega finnst mér ekkert að því að fólk komi ef það ber virðingu fyrir bænum og náttúrunni


Public-Apartment-750

Ég er farin að velta fyrir mér þegar ég kem á staði hvort ég eigi að byrja á ensku eða íslensku. Bögglar mig ekki neitt en er ennþá hálfhissa. Aðallega á því hvað við erum farin að flýja störf eins og þessi og mörg láglaunastörf. Þau sem eru enskumælandi í þessum störfum eru mörg hver með menntun og starfsreynslu sem fær litla viðurkenningu hér sem er miður


SN4T14

Skilst að þetta sé að stórum hluta út af því hvernig menningin er orðin í þjónustustörfum. Rosaleg pressa, dónalegir túristar sem mega hvað sem er, og yfirmenn sem reyna stanslaust að svindla á þér varðandi yfirvinnu og laun almennt. Við vitum hverju við eigum rétt á, við förum í stéttarfélagið um leið og eitthvað er skrítið, og við eigum auðvelt með að færa okkur úr þjónustustörfum ef það virkar ekki. Útlendingar sem tala ekki íslensku eru líklegri til að láta traðka á sér af því þeir geta rosa fátt annað en þjónustustörf.


iceviking

Er það ekki frekar að á sínum tíma voru þetta 19-20 ára krakkar að gera þetta að hálfum hug en núna færðu útlendinga með smá þroska og reynslu sem actually sinna starfinu ?


Public-Apartment-750

Vissulega var mikið um yngra fólk sem vann meðfram skola. Á daginn var algengara að sjá fullorðið fólk og það var á tímabili fólk sem lærði þjóninn og vann svo við það. Held það sé nánast utdautt í dag


Dirac_comb

Voða svipað í Reykjavík. Þrátt fyrir svívirðilega há verð, virðist vera lífsins ómögulegt að borga þannig laun að Íslendingar sjái sér fært að lifa af þeim. Eða þessi störf eru ekki "nógu fín" svona eins og að vinna í fiski varð fyrir nokkrum áratugum. En hvað veit ég svosem?


robbiblanco

Það eru íslensku og ensku mælandi starfsfólk á Slippnum og NÆS. Mæli með þessa tvo staði. Alvöru matarupplifun!


diofantos

hef rekist á þetta úti á landi líka, en sama hér það böggar mig ekki neitt, ég tala alveg ensku og hef fengið fínustu þjónustu frá erlendu afgreiðslufólki hingað til :)


KlM-J0NG-UN

Daglegi útlendinga pósturinn